Hundurinn Ottó er 10 ára

Ottó alsáttur með gjafabréfið og Kjarnafæði hárbuff sem fylgdi með
Ottó alsáttur með gjafabréfið og Kjarnafæði hárbuff sem fylgdi með

Við í Kjarnafæði fengum skemmtilega beiðni í vikunni um að gera gjafabréf fyrir Ottó. Vanalega er það ekki til frásögu færandi að gera gjafabréf og ekkert athugavert við það. Í þetta skiptið var það þó alveg einstakt því Ottó er hundur en aldrei áður hjá þessu 32 ára fjölskyldufyrirtæki hefur verið gert gjafabréf fyrir hund svo vitað sé. Eins og sjá má á myndinni þá virtist Ottó alveg himinlifandi og hlökkum við mikið til í að heyra í Ottó og vita hvað verður fyrir valinu. 

Gefandi gjafabréfsins heitir Ólafur Hafþórsson og er frá Selfossi en mágkona Ólafs hún Karen Sif Kristjánsdóttir er eigandi þessa mjög svo krúttlega hunds. Ólafur sagði Ottó mikinn mathák og þar sem hann var að verða 10 ára gamall í vikunni kom ekki annað til greina en að gefa honum gjafabréf. Þá sagði Ólafur einnig að það eina sem hefði komið til greina hefði verið Kjarnafæði þar sem Ottó er mikill aðdáandi okkar. Það má með sanni segja að Ottó er jafnframt okkar uppáhalds hundur! 

Við hlökkum til að heyra í Ottó og einnig óskum við honum innilega til hamingju með 10 ára afmælið.