Hrútspungar á þorra og upprunamerkingar

Þorraföturnar frá Kjarnafæði eru á leið í búðir
Þorraföturnar frá Kjarnafæði eru á leið í búðir
Kjarnafæði var mikið í fréttum í gær á Rúv en bæði var fjallað um fyrirtækið í kvöldfréttum sem og Kastljósi strax í kjölfarið. Báðar fréttir voru jákvæðar fyrir fyrirtækið. Hollusta súrmatsins var rædd í fréttum en þar benti Eðvald Valgarðsson gæðastjóri fyrirtækisins á hollustuna sem fæst með sýrunni í mysunni sem dregur í sig allt salt

Kjarnafæði var mikið í fréttum í gær á Rúv en bæði var fjallað um fyrirtækið í kvöldfréttum sem og Kastljósi strax í kjölfarið. Báðar fréttir voru jákvæðar fyrir fyrirtækið. Hollusta súrmatsins var rædd í fréttum en þar benti Eðvald Valgarðsson gæðastjóri fyrirtækisins á hollustuna sem fæst með sýrunni í mysunni sem dregur í sig allt salt. Þar með er súrmaturinn saltlaus og auk þess uppfullur af vítamínum.

Það er ekki amalegt að gæða sér á því eftir allt reykta og saltaða kjötið um hátíðarnar, þó svo framleiðsla síðustu ára hjá fyrirtækinu hafi miðað að því að draga úr saltnotkun í öllum vörum, hvort sem það er þessi hversdagslegi eða hátíðarmaturinn.

Kjötmeistarar Kjarnafæðis hafa undirbúið þorrann samkvæmt gamalli hefð, frá því í lok ágúst, byrjun september. Þorramaturinn fer svo að sjást í verslunum strax núna um helgina enda margir orðnir óþreyjufullir að sporðrenna súrum pungum, súrri sviðasultu, súrri lifrarpylsu eða blóðmör, sviðum, hangikjöti og svo mætti lengi telja. Að sjálfsögðu er haldið fast í íslenskar venjur á þorranum og það er nákvæmlega það sem Kjarnafæði gerir í framleiðslu sinni á vörunni.

Í seinni umfjölluninni sem birtist í Kastljósi var fjallað um merkingar upprunalands á bæði kjötvörum sem og mjólkurvörum. Kjarnafæði var þar nefnt til sögunnar sem kjötvinnslufyrirtæki er merkir allar sínar vörur skilmerkilega með upprunalandi hráefnisins í vörunni. Erlent hráefni er notað í litlu magni í vörur frá Kjarnafæði, reyndar aðeins tveimur þegar þetta er skrifað. Kjarnafæði reynir ávallt að nota íslenskt hráefni en þegar eftirspurnin er orðin meiri hér á landi en framboðið á íslensku kjöti, verður að bregðast við því.

Eftirspurnin hefur aukist mikið undanfarin ár vegna stóraukinnar komu ferðamanna til landsins. Þá þarf að fæða hér á landi, hvort heldur sem þeir kaupa mat á veitingastöðum eða í verslunum. Það er ein helsta ástæða þess að fyrirtæki hafa þurft í auknu mæli að leita út fyrir landsteinana að hráefni. Það er ekki þar með sagt að gæði kjötsins hafi minnkað. Í tilfelli Kjarnafæðis flytur fyrirtækið eingöngu inn grísa og nautakjöt í hæsta gæðaflokki. Ávallt er keypt af traustum aðilum erlendis, frá fyrirtækjum sem hafa á sér gott orðspor og Kjarnafæði hefur góða reynslu af.

Allar vörur sem innihalda eitthvað annað en íslenskt hráefni eru þar af leiðandi merktar upprunalandi í innihaldslýsingu samkvæmt gildandi reglum sem Kjarnafæði vinnur eftir. Hvort sem varan er seld á almennan neyendamarkað, mötuneyti eða veitingastaði er upprunalands ávallt getið. Það er mikið kappsmál fyrir fyrirtækið að upplýsa neytandann hvaðan vörurnar koma, í þeim fáu tilvikum sem þær eru ekki frá Íslandi. Kjarnafæði er vel í stakk búið til þess enda rekjanleiki til fyrirmyndar hjá fyrirtækinu sem hefur fyrst hlotið og er eina kjötvinnslufyrirtækið á íslenskum markaði með, A-vottun Samtaka iðnaðarins

Umfjöllun kvöldfrétta Rúv á þorramat má nálgast með því að smella hér.

Umfjöllun Kastljóss um upprunamerkingar mjólkur- og kjötafurða má nálgast hér.