Haustslátrun lokið

Haustslátrun 2008 á dilkum er nú lokið, bæði á Blönduósi og Vopnafirði. Slátrun gekk mjög vel, aukning varð á báðum stöðum og meðalfallþungi er umtalsvert meiri í ár en í fyrra, eða ríflega 16 kg.

Haustslátrun 2008 á dilkum er nú lokið, bæði á Blönduósi og Vopnafirði. Slátrun gekk mjög vel, aukning varð á báðum stöðum og meðalfallþungi er umtalsvert meiri í ár en í fyrra, eða ríflega 16 kg.

Hjá SAH Blönduósi var slátrað ríflega 92.000 fjár og endaði slátrun þar í gær. Á Sláturhúsinu á Vopnafirði var slátrað nærri 27.000 fjár en þar hefur verið gríðarleg aukning síðustu ár en til gamans má geta að árið 2002 var slátrað 11.000 fjár.