Glæsilegur árangur á Matur 2006

Það er óhætt að segja að kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis hafi gert góða ferð suður, því þeir hlutu fjölda verðlauna og gerði Helgi Jóhannsson sér lítið fyrir og hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2006. Það er óhætt að segja að kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis hafi gert góða ferð suður, því þeir hlutu fjölda verðlauna og gerði Helgi Jóhannsson sér lítið fyrir og hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2006.

Helgi er afar vel að verðlaununum kominn og hlaut 9 verðlaun fyrir 10 vöruflokka sem hann sendi inn. Hann hlaut m.a. gull fyrir Spægipylsu og Sveitakæfu.

Helgi var ekki einn Kjarnafæðimanna um að ná glæstum árangri því Eiður Guðni Eiðsson lenti í þriðja sæti og vann gull fyrir Sterkt Pepperoni. Stefán Einar Jónsson vann gull fyrir Pepperoni og fékk einnig verðlaun fyrir bestu hráverkuðu vöruna, sem og verðlaun fyrir bestu afurð úr svínakjöti. Fjöldi annarra verðlauna féllu meisturum Kjarnafæðis í skaut.

Kjarnafæði óskar þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!