GEÐVEIK JÓL Á RÚV

Upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja SKB
Upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja SKB

Starfsfólk Kjarnafæðis hefur sett saman bæði lag og myndband sem verður framlag okkar í Geðveikum jólum sem hefjast á RÚV næstkomandi laugardag klukkan 20:40. Við viljum endilega fá ykkur til að hjálpa okkur við að styðja við bakið á SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sem er málefnið sem við völdum að styrkja. Með því að senda sms eða fara inn á www.gedveikjol.is getið þið valið okkar framlag og styrkt um leið SKB. Styrktarsöfnunin hefst strax að loknum fyrsta þætti þar sem öll myndböndin verða frumsýnd semsagt frá 5. til og með 10. desember.