Endurnýjun á A-vottun Samtaka iðnaðarins

Friðrik Magnússon gæðastjóri Kjarnafæðis
Friðrik Magnússon gæðastjóri Kjarnafæðis

Við hjá Kjarnafæði komumst í gegnum endurnýjun á A-vottun Samtaka iðnaðarins og erum við afar stolt af því. Með A-vottuninni staðfestist að Kjarnafæði er með skilgreinda og skjalfesta vinnu og verkferla sem byggja á viðurkenndum aðferðum bæði við rekstur og stjórnun fyrirtækisins.

Kjarnafæði hefur alla tíð verið leiðandi þegar kemur að gæðaeftirliti og framkvæmd sem sýnir sig best í því að fyrirtækið var fyrst allra matvælafyrirtækja með áherslu á sölu kjötafurða til að hljóta ISO-9001 og ISO 22000 vottanir, alþjóðlegar vottanir sem síðar breyttust í FSSC-22000 staðalinn. Er hún ein fullkomnasta alþjóðlega vottunin sem völ er á þegar kemur að matvælaöryggi. 

Lítinn fréttabút er að finna á heimasíðu Samtaka iðnaðarins þessu til staðfestingar og má sjá með því að smella hér. Þökkum við úttektaraðilum okkar hjá SI kærlega fyrir samtarfið bæði nú sem áður.

Án starfsfólks sem leggur sig fram við að fylgja þessum stöðlum alla daga væri þetta ekki hægt. Því er stjórnendum fyrirtækisins þakklæti til þeirra fyrst og fremst í huga. Við munum áfram reyna að standa okkur vel þegar kemur að matvælaöryggi viðskiptavinum okkar, stórum sem smáum til heilla.