Ein stærsta matarhátíð landsins á næsta leiti

Fyrsta árlega matarhátíð Klúbbs Matreiðslumeistara, Matardagar 2010, verður haldin í Smáralindinni dagana 23. – 26. september í Vetrargarðinum. Á Matardögum verður að finna fjöldann allann af matartengdum viðburðum og skemmtiatriðum auk fjölmargar fagkeppnir, t.a.m. Matreiðslumaður ársins, Framreiðslumaður ársins, nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu, Súpukeppni, Klakaskurður, Eftirréttur ársins svo eitthvað sé nefnt. Kjarnafæði verður með sýningarbás á hátíðinni.

Fyrsta árlega matarhátíð Klúbbs Matreiðslumeistara, Matardagar 2010, verður haldin í Smáralindinni dagana 23. – 26. september í Vetrargarðinum. Á Matardögum verður að finna fjöldann allann af matartengdum viðburðum og skemmtiatriðum auk fjölmargar fagkeppnir, t.a.m. Matreiðslumaður ársins, Framreiðslumaður ársins, nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu, Súpukeppni, Klakaskurður, Eftirréttur ársins svo eitthvað sé nefnt. Kjarnafæði verður með sýningarbás á hátíðinni.

Einnig mun Kokkalandsliðið sýna kalda borðið sem keppir í Heimsmeistaramótinu Expogast- Culinary world cup í Lúxemborg í haust.

Jói Fel, Hrefna Rósa Sætran og Magnús á Sjávarbarnum eru meðal annars þau sem keppa í keppninni "Barátta sjónvarpskokkanna".

Sett hefur verið upp síða fyrir matarhátíðina þar sem hver og ein keppni fær sér undirsíðu með upplýsingum um reglur, dómara, úrslit (þ.e. þegar þau verða kunngjörð) og eins yfirlit allra frétta tengt matarhátíðinni omfl.

Smellið hér til að skoða síðuna.

Matarhátíðin á Facebook.com hér