Denis Grbic er kokkur ársins 2016

Sigurvegarinn Denis með verðlaunin
Sigurvegarinn Denis með verðlaunin

Denis Grbic matreiðslumaður hjá Grillinu á Hótel Sögu er Kokkur ársins 2016, en hann bar sigur úr býtum í skemmtilegri úrslitakeppni sem fram fór í Hörpu laugardaginn 13.febrúar.  Í öðru sæti varð Hafsteinn Ólafsson  matreiðslumaður hjá Nasa og í því þriðja Ari Þór Gunnarsson hjá Fiskfélaginu. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra krýndi Kokk ársins á sérstökum kokkalandsliðskvöldverði sem var haldinn samhliða keppninni. Denis Grbic hlaut 250 þúsund króna verðlaun ásamt þátttökurétt í kepninni um matreiðslumann Norðurlandanna eða ,,Nordic Chef of the Year”sem haldin verður í Herning í Danmörku í mars. Yfirdómari keppninnar  í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi.

Kjarnafæði sem er stoltur styrkaraðili bæði kokkalandsliðsins og Klúbbs matreiðslumeistara, óskar Denis innilega til hamingju með árangurinn. Einnig óskum við honum góðs gengis í keppninni um matreiðslumann Norðurlandanna.