Allt á fullu í grillmatnum

Siggi í grillstuði
Siggi í grillstuði
Sumarblíðan leikur nú við landsmenn og salan á grillkjöti er eftir því. Þótt landsmenn hafi ekki látið miður gott veður fyrri hluta sumars stöðva sig í því að grilla, þá hefur blíðan undanfarna daga gert Íslendinga grillóða. Grillkjöt og pylsur mokast út sem aldrei fyrr og svo virðist sem landsmenn hafi hreinlega lagt aðrar eldunaraðferðir á hilluna í bili.

Sumarblíðan leikur nú við landsmenn og salan á grillkjöti er eftir því. Þótt landsmenn hafi ekki látið miður gott veður fyrri hluta sumars stöðva sig í því að grilla, þá hefur blíðan undanfarna daga gert Íslendinga grillóða. Grillkjöt og pylsur mokast út sem aldrei fyrr og svo virðist sem landsmenn hafi hreinlega lagt aðrar eldunaraðferðir á hilluna í bili.

Starfsmenn Kjarnafæðis hafa því verið á útopnu við að framleiða og afgreiða grillkjöt fyrir verslanir. Jóhann Hansen, sölumaður hjá Kjarnafæði segir: „Þetta er alveg búið að vera ótrúlegt, maður hefur hreinlega ekki haft við að fylla á hillurnar, kjötið klárast svo fljótt"

Að vanda býður Kjarnafæði upp á mikið úrval af grillvörum; lambakjöt, svínakjöt og pylsur af öllum stærðum og gerðum, að ógleymdu hamborgurunum.