Áleggið klætt í gull

Í tilefni 25 ára afmælis Kjarnafæði hafa áleggsbréfin frá Kjarnafæði fengið nýtt útlit. Allir þekkja gæðaáleggið frá Kjarnafæði og viðskiptavinir geta verið alveg rólegir, áleggið sjálft breytist ekkert þó að umbúðirnar fái upplyftingu.

Í tilefni 25 ára afmælis Kjarnafæði hafa áleggsbréfin frá Kjarnafæði fengið nýtt útlit. Allir þekkja gæðaáleggið frá Kjarnafæði og viðskiptavinir geta verið alveg rólegir, áleggið sjálft breytist ekkert þó að umbúðirnar fái upplyftingu.

Geimstofan á Akureyri hannaði nýju umbúðirnar og tókst hönnunin sérlega vel. Áherslan í nýja útlitinu er gullbakgrunnurinn sem okkur þykir vel hæfa álegginu frá Kjarnafæði, enda sannkallað gullálegg. Viðskiptavinir ættu að getað séð nýju umbúðirnar í verslunum á næstu dögum.

Áleggið frá Kjarnafæði er rómað fyrir gæði og frægasta áleggið er án efa Kjarnafæði pepperoni. Vinsældir þess aukast bara ár frá ári og það sama má segja um 'systurtegund' þess, Sterkt pepperoni. En úrvalið er fjölbreytt og allir geta fundið sér álegg við hæfi.

Skoðaðu tegundirnar: