Aðsóknarmet slegið á sýningunni MATUR-INN 2011 á Akureyri um helgina

Nú um helgina var sýningin MATUR-INN 2011 haldin á Akureyri og að sjálfsögðu var Kjarnafæði með bás. Aðsóknin var mikil og almenn ánægja meðal sýningargesta. Starfsmenn Kjarnafæðis kynntu meðal annars hinar vinsælu pepperoni og skinku línur fyrirtækisins og buðu uppá snittur með ferskum tómat, klettasalati og pepperoni maukuðu saman í matvinnsluvél, nokkurs konar Pesto. Þetta vakti mikla lukku og fjölmargir báðu um uppskrift af þessu góðgæti. Börnin fengu bolta, litabækur, hljóðdiska og fleira. Það má því segja að allir hafi farið saddir og glaðir frá Kjarnafæðisbásnum. Eiður Gunnlaugsson forstjóri Kjarnafæðis segir að straumur fólks hafi legið að básnum og nú sé undirbúningur að næstu sýningu strax hafinn. "Við stefnum alltaf að því að gera betur hvert skipti og því verður að nýta tímann vel."

Nú um helgina var sýningin MATUR-INN 2011 haldin á Akureyri og að sjálfsögðu var Kjarnafæði með bás. Aðsóknin var mikil og almenn ánægja meðal sýningargesta. Starfsmenn Kjarnafæðis kynntu meðal annars hinar vinsælu pepperoni og skinku línur fyrirtækisins og buðu uppá snittur með ferskum tómat, klettasalati og pepperoni maukuðu saman í matvinnsluvél, nokkurs konar Pesto. Þetta vakti mikla lukku og fjölmargir báðu um uppskrift af þessu góðgæti. Börnin fengu bolta, litabækur, hljóðdiska og fleira. Það má því segja að allir hafi farið saddir og glaðir frá Kjarnafæðisbásnum. Eiður Gunnlaugsson forstjóri Kjarnafæðis segir að straumur fólks hafi legið að básnum og nú sé undirbúningur að næstu sýningu strax hafinn. "Við stefnum alltaf að því að gera betur hvert skipti og því verður að nýta tímann vel."

Áætlað er að 13-15 þúsund manns hafi sótt sýninguna MATUR-INN sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Sýningin var haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í samstarfi við Matarkistuna Skagafjörð og Þingeyska matarbúrið, fyrirtæki og styrktaraðila. Þátttakendur í sýningunni voru á fjórða tug en sýningin var nú haldin í fimmta sinn og var sú stærsta hingað til hvað sýningarrými og aðsókn varðar.

„MATUR-INN hefur sannað sig sem ein öflugasta matvælasýning landsins. Aðalmarkmiðið með henni er að kynna norðlenskan mat og matarmenningu, allt frá smáum framleiðendum upp í þá stærstu, veitingastarfsemi og annað sem þessu tengist. Sýningin er jafnframt sölusýning og það fór ekki á milli mála að fólk kunni vel að meta hversu góð kaup var hægt að gera á sýningunni. Við heyrum ekki annað en allir séu hæstánægðir með helgina - jafnt sýnendur sem gestir," segir Ingvar Már Gíslason í sýningarstjórn.

Jafnframt hefðbundu sýningarhaldi þar sem fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu annaðist Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi skemmtilegt keppnishald á sýningarsvæðinu. Einar Geirsson á veitingahúsinu Rub 23 á Akureyri eldaði verðlaunarétt úr makríl, af þjóðþekktum einstaklingum þótti Hölskuldur Þórhallsson, alþingismaður, standa sig best í matreiðslu á laxi, Ingólfur Gíslason, bakari, sigraði í eftirréttagerð fyrir hönd Bláu könnunnar á Akureyri og loks bar veitingahúsið Bryggjan á Akureyri sigur úr býtum í flatbökukeppni veitingastaða.

Við lok sýningar voru að vanda veitt frumkvöðlaverðlaun félagsins Matar úr Eyjafirði. Þau hlaut að þessu sinni MS Akureyri fyrir vöruþróun, markaðsstarf og nýsköpun í frmleiðslu á hollustuvörum úr osta- og skyrmysu.

Fastur liður í sýningarhaldinu er uppboð á veglegum matarkörfum sem sýnendur gefa í. Ágóði af uppboðinu í ár var 173.500 kr. og rennur hann til stuðnings Hetjunum - aðstandendafélagi langveikra barna á Norðurlandi.

Sýningin MATUR-INN er haldin á tveggja ára fresti og er stefnt að næstu sýningu haustið 2013. 

Fréttatilkynning frá sýningarstjórn MATUR-INN 2011

3. október 2011