2 gull og 2 silfur

Íslenska kokkalandsliðið náði glæsilegum árangri á Ólympíumóti matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskaland. Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og tók inn tvö gull, annars vegar fyrir heita matinn og eitt fyrir kalda borðið. Þar að auki hlaut landsliðið tvö silfurverðlaun fyrir kalda borðið.

Íslenska kokkalandsliðið náði glæsilegum árangri á Ólympíumóti matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskaland. Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og tók inn tvö gull, annars vegar fyrir heita matinn og eitt fyrir kalda borðið. Þar að auki hlaut landsliðið tvö silfurverðlaun fyrir kalda borðið.

Samanlagt lenti Íslenska Kokkalandsliðið í 10. sæti en 32 þjóðir kepptu á Ólympíuleikunum.  Það var Noregur sem hreppti 1. sætið. Allt gekk mjög vel, þau voru öll mjög yfirveguð og útkoman eftir því sagði Alfreð Ómar Alfreðsson forseti Klúbbs Matreiðslumanna en hann var landsliðinu til halds og trausts ásamt fríðu föruneyti.

Eftirtaldir skipa landsliðið sem fór til Erfurt:

  • Bjarni Gunnar Kristinsson, Grillið RadissonSAS Hótel Saga
  • Ragnar Ómarsson, Domo
  • Alfreð Ómar Alfreðsson, Kaupþing banki
  • Gunnar Karl Gíslasson, Vox Hilton Nordica
  • Eyþór Rúnarsson, Veitingastaðurinn Ó
  • Hrefna Rós Jóhannsdóttir, Sætran Fiskmarkaðurinn
  • Þórarinn Eggertsson, Orange
  • Þráinn Freyr Vigfússon, Grillið RadissonSAS Hótel Saga
  • Örvar Birgisson, Nýja Kökuhúsið
  • Karl Viggó Vigfússon, GV Heildverslun

Aðstoðarmenn voru:

  • Vigdís Ylfa Hreinsdóttir Sjávarkjallaranum
  • Guðlaugur Frímannsson   Fiskmarkaðinum
  • Óli Ágústsson  Vox Hilton Nordica
  • Þórður Matthías Þórðarson, Salthúsið Restaurant
  • Daníel Cochran Jónsson, Fiskmarkaðurinn
Mynd: Guðjón Steinsson -sjá fleiri myndir smellið hér