Sveppasúpa Winston

Rjómalöguð sveppasúpa með lauk. Hún svíkur ekki þessi.

Rjómalöguð sveppasúpa með lauk. Hún svíkur ekki þessi.

2 stk  Laukar, saxaðir 
250 g  Sveppir, saxaðir 
50 g  Smjör
2 msk Hveiti 
1 l Kjúklingasoð (vatn + ten.)
1 dl  Rjómi
1/4 tsk  Múskat 

Salt og pipar

 

  1. Steikið grænmetið í smjörinu á lágum hita í 10-15 mín.
  2. Stráið hveitinu yfir og hrærið vel í.
  3. Bætið kjötseyðinu við og sjóðið súpuna á lágum hita í uþb. 20 mín.
  4. Bætið að lokum rjóma og múskati út í. Bragðið súpuna til með salti og pipar.
  5. Berið fram með góðu brauði.

 

Verði ykkur að góðu!