Stóreldhúsið 2019

Básinn hjá okkur í Kjarnafæði er rauðmerktur inn á svæðið
Básinn hjá okkur í Kjarnafæði er rauðmerktur inn á svæðið

Stóreldhúsið, sýning fyrir starfsfólk stóreldhúsa, hvort sem það eru mötuneyti, veitingastaðir eða annað verður haldin í haust. Kjarnafæði verður að sjálfsögðu á svæðinu og býður öllum viðskiptavinum sínum að koma og þiggja léttar veitingar. Sýningin er haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember. Sýningin hefst báða dagana kl. 12 og er opið til 18 fimmtudag en 17 föstudag. 

Við hvetjum ykkur til að taka dagana frá og kynna ykkur allt það helsta en sýningin hefur að sögn sýningarstjóra aldrei verið stærri. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin og vonumst til að sjá sem flesta.