Saltkjöt fyrir sprengidaginn

Róbert Hasler
Róbert Hasler
Saltkjötsframleiðsla Kjarnafæðis er á fullu þessa dagana enda dagarnir fyrir sprengidaginn langstærsti sölutími ársins á  saltkjöti. Á sprengidaginn taka Íslendingar hefðirnar alvarlega og borða hefðbundna baunasúpu með saltkjöti. Þessi þjóðlegi og dásamlega góði réttur á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar almenningur tók föstuna alvarlega og sniðgekk kjöt á föstunni. Fastan er 40 dagar, hefst á öskudag og stendur yfir til páska. Því nýttu menn sér tækifærið síðasta dag fyrir föstu og belgdu sig út af matarmiklu kjöti. Þessi siður hefur síðan verið fastur liður á sprengidag þótt æ færri fasti í kjölfarið.

Saltkjötsframleiðsla Kjarnafæðis er á fullu þessa dagana enda dagarnir fyrir sprengidaginn langstærsti sölutími ársins á  saltkjöti. Á sprengidaginn taka Íslendingar hefðirnar alvarlega og borða hefðbundna baunasúpu með saltkjöti. Þessi þjóðlegi og dásamlega góði réttur á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar almenningur tók föstuna alvarlega og sniðgekk kjöt á föstunni. Fastan er 40 dagar, hefst á öskudag og stendur yfir til páska. Því nýttu menn sér tækifærið síðasta dag fyrir föstu og belgdu sig út af matarmiklu kjöti. Þessi siður hefur síðan verið fastur liður á sprengidag þótt æ færri fasti í kjölfarið.

Saltkjöt í neytendapakkningum
Kjarnafæði býður upp á þrjár tegundir í neytendapakkningum: Ódýrt, blandað og svo sérvalið saltkjöt. Því ætti hver og einn að finna tegund við sitt hæfi.

Saltkjöt fyrir mötuneyti
Fyrir mötuneyti og veitingahús er svo líka boðið uppá lambasaltkjötsrúllu, sem er léttsaltaður úrbeinaður lambaframpartur (í neti), ásamt saltkjötsgúllasi. Saltkjötsgúllasið nýtur sílfellt meiri vinsælda enda auðvelt að elda, sem og að skammta.