Það er sannkölluð sælkerahelgi 8. - 10. maí næstkomandi helgi, þar sem fjölmargar keppnir verða í boði, t.a.m Vínþjónn Ársins 2009, Matreiðslumaður ársins 2009, Matreiðslumaður Norðurlanda 2009 og Íslenskt eldhús 2009. Keppnin Matreiðslumaður ársins fer fram föstudaginn 8. maí í Íþrótta- og sýningarhöll í Laugardal. Sú keppni hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1994.
Þar hafa fjölmargir færir matreiðslumenn komið fram á sjónarsviðið og síðan gert garðinn frægan í öðrum keppnum. Sigur í keppninni Matreiðslumaður ársins veitir keppnisrétt í keppnunum Matreiðslumeistari Norðurlanda, Global Chef Challenge, One World competition o.fl. Oft hafa keppendur þurft að kafa djúpt í reynslubankann, þar sem skylduhráefni hefur verið t.d. nýru, lifur, ferskir hrútspungar, kúfskel, hörpuskel og lambaframpartur, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Eftirfarandi er grunnhráefni ofl. upplýsingar fyrir keppnina Matreiðslumann ársins 2009:
Matreiðslumaður Ársins 2009, úrslit
Keppendur eru:
Daníel Ingi Jóhannsson                    Orkuveita Reykjavíkur
Jóhannes Steinn Jóhannesson         Vox
Rúnar Þór Larsen                             Bryggargatan   
Viktor Örn Andrésson                       Domo
Þórarinn Eggertsson                        Orange                
Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 10 mínútna millibili
Hráefni og uppsetning:
Eldað er þriggja rétta matseðill fyrir 10 manns, sem samanstendur af eftirfarandi grunnhráefnum.
Forréttur:
Hlýri í heilu 3-4 kg 2 st.  Að lágmarki 80% af próteini réttarins 
Aðalréttur
Hrossalund 1,7 kg 1 st. frá Kjarnafæði
Nautaflatsteik 1,5 kg 1 st. frá Kjarnafæði
Nota á bæði hrossalund og nautaflatsteik að lágmarki 80% af próteini réttarins
Eftirréttur
Perur
Ananas
Drekaávöxtur
Skylt er að nota 2 af þessum ávöxtum ásamt sítrónu tímiani. 
Dæmt er eftir NKF reglum.
Vægi dóma: 
Forvinnsla og hreinlæti          max 20 stig
Fagleg vinnubrögð                max 20 stig
Samsetning og framsetning  max 20 stig
Bragð                                    max 40 stig 
Nánari upplýsingar um Matreiðslumann ársins er hægt að finna á sérvef hér: