Ein sígild sem er alveg tilvalin á köldu vetrarkveldi. Auðvelt er að gera bollurnar fyrirfram, geyma í frysti og taka fram þegar á þarf að halda.
Ein sígild sem er alveg tilvalin á köldu vetrarkveldi. Auðvelt er að gera bollurnar fyrirfram, geyma í frysti og taka fram þegar á þarf
að halda.
| 500 g |
Svínahakk (eða annað gott hakk, s.s. sparhakk) |
| 1 stk |
Laukur, rifinn eða fínsaxaður |
| 3 msk |
Hveiti |
| 2,5 dl |
Mjólk |
| 1 stk |
Egg |
| 2 tsk |
Salt |
| |
Pipar |
Sósa:
| 1 stk |
Laukur, fínsaxaður |
| 20 g |
Smjör |
| 1 msk |
Karrí |
| 2 msk |
Hveiti |
| 4 dl |
Kjötbolluvatn (síað) |
| 1 dl |
Rjómi |
| 1 stk |
Epli, helst súrt |
| |
Salt og pipar |
- Blandið hakki og öðrum hráefnum saman í skál og hrærið gott kjörfars. Látið farsið hvíla í
hálftíma.
- Mótið litlar kjötbollur með teskeið og setjið í sjóðandi vatn. Látið bollurnar sjóða í 6-7 mín.
- Takið bollurnar upp með fiskispaða og látið renna vel af þeim.
- Sósa: Steikið laukinn í smjörinu og blandið karrí saman við.
- Stráið hveiti yfir og bakið sósuna upp með síuðu kjötbolluvatni, hrærið stöðugt.
- Hrærið rjómanum saman við og látið sósuna malla í smástund.
- Rífið eplið gróft og bætið í sósuna.
- Smakkið sósuna til með salti og pipar.
- Hellið bollunum út í og hitið í gegn.
- Berið bollurnar fram með td. hrísgrjónum og/eða kartöflum og góðu rúgbrauði.
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: