Kjarnafæði þakkar gestum Stóreldhússins 2015

Hluti af starfsfólki okkar á Stóreldhúsinu 2015
Hluti af starfsfólki okkar á Stóreldhúsinu 2015
Við hjá Kjarnafæði viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem heimsóttu básinn okkar á Stóreldhúsinu 2015. Sýningin heppnaðist stórvel að okkar mati og vorum við virkilega ánægð með básinn okkar sem eins og áður var mest allan tímann, fullur af góðum gestum.

Við hjá Kjarnafæði viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem heimsóttu básinn okkar á Stóreldhúsinu 2015. Sýningin heppnaðist stórvel að okkar mati og vorum við virkilega ánægð með básinn okkar sem eins og áður, var mest allan tímann fullur af góðum gestum. Í boði var allt frá grísa- og nautgripaþynnum til lifrarpylsu og saltkjöts enda ekkert eitt sem gengur í svo stóran og flottan hóp.

Þó það hafi nú verið fá börn á sýningunni var sérstaklega gaman að sjá þau sporðrenna tvíreykta húskarlahangikjötinu okkar sem og lifrarpylsunni. Það er greinilegt að þessi "gamli" matur er enn mjög vinsæll meðal þeirra sem yngri eru. 

Við leggjum mikla áherslu á að hitta ykkur öll bæði gamla og góða viðskiptavini sem og hugsanlega nýja enda stöðug endurnýjun og viðbót á þennan flotta íslenska markað. Þess vegna hefur Kjarnafæði lagt áherslu á að vera ávallt á Stóreldhúsinu sem haldið er annað hvert ár.

Vonandi höfðu allir gott og gaman af og ef þið viljið einhverjar frekari upplýsingar þá ekki hika við að hafa samband í síma 460-7400 og starfsfólk okkar aðstoðar með ánægju.