BLT SAMLOKA

Hin fullkomna samloka
Hin fullkomna samloka
Girnileg samloka sem kitlar bragðlaukana. Setjið beikonið á grind, grindina yfir ofnskúffu og bakið í 15-25 mínútur. Leggið á eldhúspappír og látið fituna leka af.

Girnileg samloka sem kitlar bragðlaukana..

Innihald:

  • 6 sneiðar beikon
  • 4 sneiðar gott samlokubrauð
  • 4 msk. létt majónes
  • Salat
  • 1⁄2 sítróna (safinn)
  • 1-2 tómatar (eftir stærð),
  • skornir frekar þykkt
  • Salt og pipar 

Beikon:

BeikonHitið ofninn í 200 °C. Setjið beikonið á grind yfir ofnskúffu og
bakið í 15-25 mínútur. Leggið á eldhúspappír og látið fituna
leka af.

Brauð:

Leggið salat á tvær sneiðar, þá tómata og beikonið ofan á þá.
Kryddið með salti og pipar.
Sítrónan er kreist yfir tómatana og alatið. Ferskt bragð á móti feitu
beikoninu og þroskuðu tómötunum sem fullkomnar samlokuna.

Samlokan:

Lokið samlokunni og skerið í tvennt. 

Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: