Hátíðarís

Frábær og einfaldur ís sem smellpassar á veisluborð um jólin og páskana, ja bara hvaða tækifæri sem er. Í upprunalegu uppskrifinni er notað Toblerone súkkulaði en auðvitað má skipta því út fyrir hvaða gott súkkulaði sem er og um að gera að nota íslenskt.

Frábær og einfaldur ís sem smellpassar á veisluborð um jólin og páskana, ja bara hvaða tækifæri sem er. Í upprunalegu uppskrifinni er notað Toblerone súkkulaði en auðvitað má skipta því út fyrir hvaða gott súkkulaði sem er og um að gera að nota íslenskt.

5 stk  Eggjarauður 
0,5 dl  Púðursykur 
150 g Toblerone, brætt 
5 dl  Rjómi 
100 g 

Toblerone, grófsaxað

  1. Þeytið eggjarauður og sykur saman í hrærivél þar til blandan er orðin ljós og létt.
  2. Bræðið 150 g af Tobleronesúkkulaði yfir vatnsbaði.
  3. Kælið súkkulaðið lítillega og hellið því síðan út í mjórri bunu og blandið vel saman.
  4. Hrærið rjómann og blandið varlega saman með sleif.
  5. Bætið súkkulaðibitunum að lokum út í.
  6. Hellið blöndunni í fallegt mót og frystið í amk. 4 klst.