Grilluð lambamjöðm með kryddolíu

Fyrir 4

1 kg lambamjöðm
2 msk olía
Salt og nýmalaður pipar

Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið á milliheitu grilli í u.þ.b. 15 mín, snúið kjötinu reglulega. Berið kjötið fram með t.d. grilluðu grænmeti, kartöflum, salati og kryddolíunni.

Kryddolía (chimichurri sósa)

  • ½ tómatur, skorinn í litla bita
  • ½ chili, skorið í litla bita
  • 2 hvítlauksgeirar, skornir í litla bita
  • ½ búnt steinselja, smátt söxuð
  • ½ búnt basil, smátt saxað
  • ½ búnt kóriander, smátt saxað
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 dl olía
  • Salt og nýmalaður pipar

Allt sett í skál og blandað vel saman.