Grillað lambaprime með BBQ Blues sósu

Fyrir 4

1/2 dl olía

800 g lambalundir

1 tsk broddkúmen (cumin)

1 tsk paprikuduft

1 tsk chilliduft

½ tsk kanill

1 msk oreganó

1 tsk nýmalaður pipar

2 tsk salt flögur

1 ½ dl BBQ Blues sósa frá Hot spot

 

Setjið allt í skál nema bbq sósuna og blandið vel saman. Grillið fyrst við mikinn hita í 3-4 mín eða þar til kjötið er fallega brúnað. Lækkið þá hitann eða hækkið grindina og grillið í 8-10 mín í viðbót. Penslið kjötið með bbq sósunni öðru hverju síðustu 3-4 mínúturnar.

Berið kjötið fram með restinni af sósunni og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.