Sígilt meðlæti með hátíðarmat, þá sérstaklega reyktu kjöti. Við mælum með því að nota hrásykur fremur en hefðbundinn strásykur, hrásykurinn gefur mun betra bragð - og svo má gera lúxusútgáfu með því að nota rjóma í staðinn fyrir vatn, þá fá kartöflurnar dásamlegan karmellukeim.
1 kg | Soðnar kartöflur, flysjaðar |
1 dl | Sykur |
50 g | Smjör |
2 msk | Vatn |