Kokkalandsliðið stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum

Íslenska kokkalandsliðið hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í Þýskalandi um síðustu helgi og í vikunni sem er að líða. Kokkarnir stóðu sig frábærlega eins og við var að búast enda liðið uppfullt af hæfileikum.
Lesa meira

Gull og silfur til kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum

Íslenska kokkalandsliðið fór vel af stað um helgina á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fer í Þýskalandi. Það fékk gull og silfur fyrir kalda borðið sitt en keppt var í gær, sunnudag.
Lesa meira

Kokkalandsliðið á leið á Ólympíuleikana

Kokkalandslið Íslands með nokkra af færustu kokkum landsins er á leið á Ólympíuleikana sem fram fer að þessu sinni í Þýskalandi. Kjarnafæði er afar stoltur samstarfsaðili Kokkalandsliðsins og vonar auðvitað að okkar fólk komi heim með gullverðlaun um hálsinn.
Lesa meira

Viðskiptavinur Sögu veit hvaða það kemur

Hótel Saga kaupir um 80 lömb á viku frá Kjarnafæði en lömbum þessum er slátrað á Sláturhúsi Vopnfirðinga þar sem það er rakið hvaðan lambakjötið kemur auk þess sem það fær að hanga lengur en vaninn er í dag. Hótel Saga rekur þrjá veitingastaði, Grillið, Skrúð og Súlnasal og njóta þeir allir þess að hafa þetta kjöt á boðstólnum.
Lesa meira

Lambalæri bbq með kryddsmjöri

Skerið göt á lærið með hníf með jöfnu millibili og stingið hvítlauknum í götin. Kryddið lærið að innan og utan með bbq kryddinu. Vefjið hreinum blómaskreytingavír þétt utanum lærið. Þræðið lærið á grilltein og látið snúast á milliheitu gasgrillinu í 1 ½ -2 klst. Penslið lærið 2-3 sinnum með bbq sósunni síðustu 10 mínúturnar. Ef þið eruð ekki með grilltein má setja lærið á grillbakka á mitt grillið og kveikja á grillinu sitt hvoru megin við lærið. Snúið lærinu reglulega.
Lesa meira

Grillaðar lambakótilettur með tómatsalsa

Allt sett í skál og blandað vel saman. Veltið kótilettunum upp úr kryddleginum og grillið á vel heitu grilli í 4-5 mín á hvorri hlið. Berið kótiletturnar fram með tómatsalsanu og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.
Lesa meira

Kryddjurtafylltur lambahryggur á teini

Kryddið hrygginn að innan og utan ásamt lundunum með salti og pipar. Leggið helminginn af kryddjurtunum og sítrónuberkinum innan í hrygginn og leggið lundirnar eftir endilöngu. Þá er restin af kryddjurtunum og sítrónuberkinum sett ofan á lundirnar. Mótið rúllu úr hryggnum og vefjið hreinum blómavír þétt utan um hrygginn. Þræðið hrygginn upp á grilltein og grillið á milliheitu grilli í 1 klst. með snúningi. Ef þið eigið ekki grill með snúningsteini þá má setja hrygginn á álgrillbakka á mitt grillið og kveikja á grillinu sitthvorumegin við hrygginn og grilla í 1 klst. Snúið hryggnum reglulega.
Lesa meira

Grillað lambaprime með BBQ Blues sósu

Setjið allt í skál nema bbq sósuna og blandið vel saman. Grillið fyrst við mikinn hita í 3-4 mín eða þar til kjötið er fallega brúnað. Lækkið þá hitann eða hækkið grindina og grillið í 8-10 mín í viðbót. Penslið kjötið með bbq sósunni öðru hverju síðustu 3-4 mínúturnar. Berið kjötið fram með restinni af sósunni og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.
Lesa meira

Grillaðar lambalundir með paprikusalsa

Spreyið paprikurnar með smjörspreyi og grillið við mikinn hita í 5-7 mín eða þar til paprikurnar eru orðnar alveg svartar. Setjið þá paprikurnar í plastpoka í 5 mín. Skolið þá allt brennda hýðið af undir köldu rennandi vatni. Kjarnhreinsið paprikurnar og skerið í sneiðar. Hitið 2 msk af olíu á pönnu og kraumið laukinn í 2 mín án þess að brúna. Bætið þá restinni sem er í uppskriftinni á pönnuna og kraumið í 2 mín. Berið lundirnar fram með paprikusalsanu og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.
Lesa meira

Kryddlegið og grillað lambaprime (lambaframfille) með kryddjurtasósu, grilluðu grænmeti og kartöflum

Kryddlegið og grillað lambaprime (lambaframfille) með kryddjurtasósu, grilluðu grænmeti og kartöflum. Uppskrift þessi kemur fram í
Lesa meira